Færsluflokkur: Bloggar

Sumargleði

Fór í fyrstu útilegu sumarsins um helgina... loksins.  Þvílík gleði að komast í sveitina.  Er einhver geim í útilegur þetta sumarið???  Látið vita þar sem ég ásamt Siggu erum í útilegunefnd.  Eitthvað voru nú dræmar undirtektir síðasta sumar en allir velkomnir með sem vilja.

Fílingurinn er eins og áður.  Ekkert skipulagt fyrr en í fyrsta lagi fimmtudag/föstudag fyrir helgar.  Förum bara eftir veðri.

Bleiki sveitalubbinn


Eru þið á lífi?

Langaði bara að athuga hvort einhver kíkti hérna inn öðru hvoru?

Sit hérna við tölvuna í rigningunni, ætlaði alltaf að bjóða ykkur í gardenpartý en veðrið er ekki minn uppáhalds vinur núna.

Hvað með Sunny bumbulínu er ekkert barn komið?

Hvernig væri að hittast í lunch bráðlega?

Eru kannski allir farnir í sumarfrí?

Hvað með krúttling og þennan sæta vin?

Knús mús

 Ölla sem farin er að sakna ykkarUllandi


Margrét Helga ...

Gleðigjafinn Margrét Helga hefur verið í essssssinu sínu undanfarið!  Í nótt ól hún af sér meðal-stóran sólargeisla 51 cm og 13 merkur, sem verður kallaður Þórir Elías þangað til annað kemur í ljós ...

Til lukku Maggsss

Luv,

Krútti


Í tilefni af 35 árunum sem nálgast óðfluga!

Þegar ég var lítil......

  • ætlaði ég alltaf að muna hvað það væri gaman að vera 6 ára og vonaði að ég gæti alltaf verið 6
  • vildi ég ekki vera með uppbrett nef svo ég tók upp á því að strjúka nefið á mér 100 sinnum niður fyrir svefninn!
  • var ég send í sveit og grenjaði í nokkra daga þangað til ég var send heim með rútunni, hef aldrei farið í sveit eftir þetta (svona sofa dæmi)!
  • elskaði ég Karate kid afar heitt
  • horfði ég á Húsið á sléttunni og svo Stundina okkar á eftir á sunnudögum, Prúðuleikarana á föstudögum og Tomma og Jenna á mánudögum. Vorkenndi alltaf Tomma greyinu. Það var barnaefnið sem var boðið uppá. Jú, svo var auðvitað Línan stundum milli þátta.
  • horfði ég á Dallas á miðvikudögum og dýrkaði Pamelu og Bobby
  • plataði ég systur mína til að fara með dauða mús inn í eldhús til mömmu og spyrja hana hvort hún vildi ekki hafa hana í matinn, mamma var víst eitthvað að vesenast með hvað við ættum að borða um kvöldið. Ég hef aldrei heyrt mömmu mína garga jafn hátt.
  • hélt ég með Val
  • fannst mér gaman að passa öll börn nema systkini mín
  • fór ég með nesti í Laugardalslaugina og var þar allan daginn og fram á kvöld.
  • sór ég þess eið að gera ÞAÐ aldrei þegar ég uppgötvaði hvað það væri að gera ÞAÐ
  • var uppáhalds maturinn minn spaghetti
  • gat maður keypt bland í poka fyrir 1 kr
  • var alltaf fiskur í matinn á mánudögum
  • fékk ég ótrúlega oft pulsur í matinn því pabbi var að vinna í aukavinnu hjá bæjarins bestu og þangað fórum við oft að borða, mamma með okkur fimm systkinin
  • saumaði mamma flest föt á mig og okkur systkinin
  • fékk maður alltaf einhverja gjöf þegar einhver ættingi kom heim frá útlöndum enda var það frekar sjaldan
  • fór maður alltaf út að leika með öllum krökkunum í götunni
  • ætlaði ég að verða mamma og eiga góðan mann
  • átti ég ormabú út í garði hjá vinkonu minni
  • sá ég ógeðslega eftir því að hafa hlegið þegar vinkona mín sagði mér að amma hennar hefði dáið á klósettinu hjá henni
  • vildi ég vera Agnetta í Abba
  • var farið á alla fótboltaleiki í laugardalnum, svindlað sér gegnum gat á grindverkinu og safnað flöskum eftir leikinn
  • voru Duran Duran og Wham bestu hljómsveitir heims
  • voru uppáhalds jólasveinarnir mínir stúfur og kertasníkir
  • lugum ég og vinkona mín að öllum krökkum sem við þekktum lítið að við værum tvíburar, hún var sko svört!
  • lék ég ég í auglýsingu Akt í takt (skó auglýsing) með Eiríki Haukssyni, tók alveg tvo daga og ég og vinkona mín kynntumst tveimur sætum strákum : ) vorum svaka spenntar þegar auglýsingin birtist en urðum fyrir gríðalegum vonbrigðum því það sást eiginlega bara í fæturnar á okkur!!!!
  • ætlaði ég að verða söngkona eða íþróttakennari
  • fór maður í Iðnsýningar í Laugardalshöll og nældi sér í merki, límmiða og annað sem var í boði. Sumir voru ýktari en aðrir Lilli!!! en þetta var samt ógeðslega töff
  • hlustaði ég á lög ungafólksins og var tilbúin með kassettutækið til að taka upp
  • fór ég í bókabílinn á hverjum þriðjudegi
  • var ég í “danshóp” sem kallaði sig, að mig minnir, Break sisters and brothers
  • elskaði ég Ævintýrabækurnar og fleiri bækur eftir Enid Blyton
  • fannst mér fjögur fræknu skemmtilegasta teiknimyndabókin
  • fannst mér æði þegar mamma las Jón Odd og Jón Bjarna á kvöldin því hún hló svo mikið sjálf
  • var ég efnileg í íþróttum
  • fékk ég Millett úlpu í fermingagjöf og mér fannst hún æði
  • dýrkaði ég Sigga og Þórhall break
  • safnaði ég frímerkjum, styttum og servíettum
  • fékk ég stundum ís í pappírsumbúðum eða kók, lakkrísrör og prins póló með prúðuleikurunum á föstudögum
  • skoðaði ég Bravoblöð
  • týndum ég og vinirnir í götunni blóm í görðum annarra og hringdum svo á bjöllunni hjá gömlu fólki í götunni og gáfum þeim blómin. Við fengum svo yfirleitt eitthvað góðgæti fyrir og ef ekki þá var það fólk dottið út af listanum þegar að næsta skipti kom
  • hlustaði ég á óskalög sjúklinga á laugardagsmorgnum kl. 10
 

Hvert tímabil hefur sinn sjarma ekki satt?

Love Ölla


Skemmtilegt próf ....

How to make a Krúttlingur
Ingredients:
1 part mercy
5 parts self-sufficiency
1 part energy
Method:
Blend at a low speed for 30 seconds. Top it off with a sprinkle of lovability and enjoy!

Ein ég sit og sauma...

Sælar skvísur....

Bara minna á mánudaginn, þið munið "nornaþingið", mæta tímanlega, kl 19:00....

Annars fín síða er ekki alveg að fatta þennan Kött og grænu golfkúlurnar... jalló... ekki alveg í anda

böldnu... myndi ég halda, þið vitið alveg hvað ég á við.. hehehe, trúttla myndir á leiðinni til þín í pósti og þú velur úr....

sjáumst eftir helgi

kv. Maggsimussssss

He, he ... sjáðu sniðugt próf Maggsss ... ég er losti ... luv, Krúttlingur


Which Deadly Sin Is Yours?

Which Deadly Sin Are You

Lust

You crave the pleasures of the body. Your lustful desires make you crave more of what you know is good.

Find out your Deadly Sin at Quizopolis.com

Caracas

Sæl börnin mín nær og fjær.  Þá er maður bara að chilla í Madrid þangað til á morgun en þá er ferðinni enn og aftur heitið yfir hafið til Caracas, rassgats alheimsins.  Þvílíkur staður.  Endalaust rusl og niðurnísla.  Já ég held við ættum að þakka fyrir að þurfa ekki að búa þarna fyrir sunnan.  Gleymdi myndavélinni heima svo þið verðið bara að "take my word for it" þetta er ekki sumardvalastaðurinn í ár.  Maður er farin að telja niður daganna þangað til ferðinni er heitið heim aftur.  Nú eru bara 10 dagar eftir :o)  Annars er ég að fara í skoðunarferð um Madrid i dag.  Það ætti að vera fjör.  Meira seinna.  

The pie in the sky


Er náttla á fullu að fikta ...

Hér verður cool layout við Ölla erum í samningarviðræðum ... viljum fá nýjar myndir ... eins og skot .... senda eins og skot nýjar myndir ... Hvað finnst ykkur um þetta grænu appelsínu layout?

Krúttlingur


Varð að vera fyrst.... Böldnusindróm?

Er frekar ánægð með okkur í dag, varð bara að koma því á framfæri.  Er svolítið spennt fyrir galdrasaumó þann 10unda, vona bara að kellan verði góð og árurnar opnar.  Spurning um jóga tvisvar á dag, svona rétt til undirbúnings ??  Verð bara svo fjári forvitin alltaf, spurning hvernig stendur á því, hummm.  Ég veit a.m.k. um nokkrar sem geta hvort sem er aldrei þagað þannig að kettinum verður örugglega svalað að einhverju marki.  Mjáá...

 Bleiki


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband