Þegar ég var lítil......
- ætlaði ég alltaf að muna hvað það væri gaman að vera 6 ára og vonaði að ég gæti alltaf verið 6
- vildi ég ekki vera með uppbrett nef svo ég tók upp á því að strjúka nefið á mér 100 sinnum niður fyrir svefninn!
- var ég send í sveit og grenjaði í nokkra daga þangað til ég var send heim með rútunni, hef aldrei farið í sveit eftir þetta (svona sofa dæmi)!
- elskaði ég Karate kid afar heitt
- horfði ég á Húsið á sléttunni og svo Stundina okkar á eftir á sunnudögum, Prúðuleikarana á föstudögum og Tomma og Jenna á mánudögum. Vorkenndi alltaf Tomma greyinu. Það var barnaefnið sem var boðið uppá. Jú, svo var auðvitað Línan stundum milli þátta.
- horfði ég á Dallas á miðvikudögum og dýrkaði Pamelu og Bobby
- plataði ég systur mína til að fara með dauða mús inn í eldhús til mömmu og spyrja hana hvort hún vildi ekki hafa hana í matinn, mamma var víst eitthvað að vesenast með hvað við ættum að borða um kvöldið. Ég hef aldrei heyrt mömmu mína garga jafn hátt.
- hélt ég með Val
- fannst mér gaman að passa öll börn nema systkini mín
- fór ég með nesti í Laugardalslaugina og var þar allan daginn og fram á kvöld.
- sór ég þess eið að gera ÞAÐ aldrei þegar ég uppgötvaði hvað það væri að gera ÞAÐ
- var uppáhalds maturinn minn spaghetti
- gat maður keypt bland í poka fyrir 1 kr
- var alltaf fiskur í matinn á mánudögum
- fékk ég ótrúlega oft pulsur í matinn því pabbi var að vinna í aukavinnu hjá bæjarins bestu og þangað fórum við oft að borða, mamma með okkur fimm systkinin
- saumaði mamma flest föt á mig og okkur systkinin
- fékk maður alltaf einhverja gjöf þegar einhver ættingi kom heim frá útlöndum enda var það frekar sjaldan
- fór maður alltaf út að leika með öllum krökkunum í götunni
- ætlaði ég að verða mamma og eiga góðan mann
- átti ég ormabú út í garði hjá vinkonu minni
- sá ég ógeðslega eftir því að hafa hlegið þegar vinkona mín sagði mér að amma hennar hefði dáið á klósettinu hjá henni
- vildi ég vera Agnetta í Abba
- var farið á alla fótboltaleiki í laugardalnum, svindlað sér gegnum gat á grindverkinu og safnað flöskum eftir leikinn
- voru Duran Duran og Wham bestu hljómsveitir heims
- voru uppáhalds jólasveinarnir mínir stúfur og kertasníkir
- lugum ég og vinkona mín að öllum krökkum sem við þekktum lítið að við værum tvíburar, hún var sko svört!
- lék ég ég í auglýsingu Akt í takt (skó auglýsing) með Eiríki Haukssyni, tók alveg tvo daga og ég og vinkona mín kynntumst tveimur sætum strákum : ) vorum svaka spenntar þegar auglýsingin birtist en urðum fyrir gríðalegum vonbrigðum því það sást eiginlega bara í fæturnar á okkur!!!!
- ætlaði ég að verða söngkona eða íþróttakennari
- fór maður í Iðnsýningar í Laugardalshöll og nældi sér í merki, límmiða og annað sem var í boði. Sumir voru ýktari en aðrir Lilli!!! en þetta var samt ógeðslega töff
- hlustaði ég á lög ungafólksins og var tilbúin með kassettutækið til að taka upp
- fór ég í bókabílinn á hverjum þriðjudegi
- var ég í danshóp sem kallaði sig, að mig minnir, Break sisters and brothers
- elskaði ég Ævintýrabækurnar og fleiri bækur eftir Enid Blyton
- fannst mér fjögur fræknu skemmtilegasta teiknimyndabókin
- fannst mér æði þegar mamma las Jón Odd og Jón Bjarna á kvöldin því hún hló svo mikið sjálf
- var ég efnileg í íþróttum
- fékk ég Millett úlpu í fermingagjöf og mér fannst hún æði
- dýrkaði ég Sigga og Þórhall break
- safnaði ég frímerkjum, styttum og servíettum
- fékk ég stundum ís í pappírsumbúðum eða kók, lakkrísrör og prins póló með prúðuleikurunum á föstudögum
- skoðaði ég Bravoblöð
- týndum ég og vinirnir í götunni blóm í görðum annarra og hringdum svo á bjöllunni hjá gömlu fólki í götunni og gáfum þeim blómin. Við fengum svo yfirleitt eitthvað góðgæti fyrir og ef ekki þá var það fólk dottið út af listanum þegar að næsta skipti kom
- hlustaði ég á óskalög sjúklinga á laugardagsmorgnum kl. 10
Hvert tímabil hefur sinn sjarma ekki satt?
Love Ölla
Tenglar
Vefrausarar
Skemmtilegt fólk sem kann að blogga!
- Jones og félagar Úthaldsmikið framafólk með skoðanir á öllu
- Krúttlingur Eðalklár blondína með bros á vör
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá..... þetta er bara FLASH BAKKKKKKKKK....LANGT LANGT AFTUR Í TÍMANN, DÍSESSESS HVER MAN EKKI EFTIR ÞESSU ÖLLLLLU SAMAN... margt af þessu sem ég upplifði líka ölla mín, eitt man að mamma og pabbi skildu þegar þau voru 35 eða 36 og ÞAUUUUU VORRRRRU SKO GÖMULLLLLL...hehehe, dem hvað er gaman að vera til...
knús...
Maggsimussss
Böldnu hnáturnar, 9.4.2006 kl. 18:01
Cool en ég er svo ung ... Flottur Ölla mín keep it coming ...
Luv,
Krúttlingur
Krúttlingur (IP-tala skráð) 9.4.2006 kl. 22:28
Vá..
Ég var búin að gleyma helmingnum af þessu. Ölla, þú ert langflottust.
P.s. Skemmtilegast að hlaupa út á nýársmorgun til þess að verða fyrstur í að safna fallhífum
Bleiki
Böldnu hnáturnar, 11.4.2006 kl. 10:30
Já Iðnsýningin rokkaði feitt. Vá hvað þú manst þetta vel. Ekki viss um að heilinn ámér innihaldi þetta allt saman ennþa. Annars vorum við Tommi flugstjóri að spila 80's tónlist á leiðinni yfir hafið um daginn og þá rifjaðist nú ýmislegt upp frá þeirri tíð. Sumt mátti kannski kjurrt liggja :o)
Lilli
Böldnu hnáturnar, 11.4.2006 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.